Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. nóvember 2017 17:45
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Arsenal og Tottenham
Mynd: Guardian
Arsenal og Tottenham mætast í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni 12:30 á morgun.

Olivier Giroud, sóknarmaður Arsenal, verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Shkodran Mustafi og Danny Welbeck eru tæpir.

Harry Kane, Dele Alli og Harry Winks munu líklega allir koma við sögu fyrir Tottenham þrátt fyrir að hafa ekki spilað með enska landsliðinu vegna meiðslavandræða.

Markvörðurinn Hug Lloris ætti líka að snúa aftur en hann spilaði ekki í sigrinum gegn Crystal Palace vegna nárameiðsla.

Meiðsli varnarmannsins Toby Alderweireld eru verri en talið var í fyrstu og mun hann ekki spila fyrr en eftir jól.

Tottenham er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Arsenal í því sjötta.
Athugasemdir
banner
banner
banner