fös 17. nóvember 2017 14:52
Elvar Geir Magnússon
Milos Milojevic ráðinn aðstoðarþjálfari Mjallby (Staðfest)
Milos í sænsku C-deildinni.
Milos í sænsku C-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Mjallby hefur staðfest að Milos Milojevic hafi verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá aðalliði félagsins. Þá mun hann einnig vera yfir akademíu félagsins.

Milos er fyrrum þjálfari Víkings Reykjavík en á liðnu sumri tók hann við Breiðabliki og stýrði liðinu út tímabilið.

Breiðablik endaði í sjötta sæti undir hans stjórn.

Milos mun formlega taka til starfa hjá Mjallby 1. janúar næstkomandi.

Mjallby er í sænsku C-deildinni en liðinu mistókst að komast upp í B-deildina í gegnum umspil á liðnu tímabili.

Meðal leikmanna liðsins er Daniel Ivanovski, fyrrum leikmaður Fjölnis.

Milos var leikmaður, þjálfari yngri flokka og aðstoðarþjálfari meistaraflokks Víkings áður en hann tók við sem aðalþjálfari hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner