Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. nóvember 2017 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ný bíómynd um Kenny Dalglish sýnd í Bretlandi
Mynd: Getty Images
Mirror segir nýja bíómynd um Kenny Dalglish vera frábæra, en hún verður aðgengileg í bíósölum í Bretlandi frá og með deginum í dag.

Bíómyndin heitir einfaldlega Kenny og fjallar um raunir Dalglish sem er álitinn ein af helstu goðsögnum enskrar knattspyrnu.

Dalglish, sem fæddist í Glasgow í Skotlandi og ólst upp hjá Celtic, gerði 118 mörk í 355 deildarleikjum fyrir Liverpool.

Hann lék fyrir Liverpool í 13 ár og er elskaður og dáður innan félagsins. Sú ást er ekki bara vegna þess að hann var góður knattspyrnumaður, heldur vegna þess að hann er gull af manni sem lagði allt sitt af mörkum fyrir félagið, jafnt innan sem utan vallar.

Dalglish var spilandi þjálfari Liverpool síðustu 5 árin sín hjá félaginu og er ljóst að bíómyndin um hann er ómissandi áhorf fyrir alla knattspyrnuunnendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner