Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. nóvember 2017 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Skriniar hefur ekki áhuga á Barcelona
Skriniar er búinn að gera tvö mörk í tólf fyrstu deildarleikjum sínum fyrir Inter. Hann og Miranda hafa staðið sig frábærlega í hjarta varnarinnar.
Skriniar er búinn að gera tvö mörk í tólf fyrstu deildarleikjum sínum fyrir Inter. Hann og Miranda hafa staðið sig frábærlega í hjarta varnarinnar.
Mynd: Getty Images
Milan Skriniar, ungur miðvörður Inter, segist ekki hafa áhuga á því að ganga til liðs við spænska stórveldið Barcelona.

Skriniar var keyptur til Inter í sumar eftir frábært tímabil með Sampdoria í fyrra og hefur þessi 22 ára gamli Slóvaki staðið sig með prýði hingað til.

Skriniar á stóran þátt í velgengni Inter, sem er aðeins búið að fá 9 mörk á sig í 12 leikjum og er í þriðja sæti deildarinnar, tveimur stigum eftir toppliði Napoli.

„Ég hef ekki áhuga á Inter. Ég er leikmaður Inter og markmið mitt er að spila fyrir Inter," sagði Skriniar við Mediaset Premium.

Hvorki Ítalía né Slóvakía fer á HM á næsta ári og vill Skriniar að liðsfélagar sínir gleymi landsliðunum og einbeiti sér að því að gera vel fyrir félagið, en Inter er eitt af tveimur taplausum liðum ítölsku deildarinnar.

„Núna þurfum við allir að gleyma því sem gerðist í landsleikjahlénu og einbeita okkur að félagsliðinu. Ég er mjög ánægður með fyrsta þriðjung tímabilsins og vona að við getum haldið svona áfram. Markmiðið okkar er að ná meistaradeildarsæti."
Athugasemdir
banner
banner
banner