fös 17. nóvember 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Snorri Helga tekur við Hvíta Riddaranum (Staðfest)
Snorri Helgason og Agnar Freyr Gunnarsson formaður handsala samninginn.
Snorri Helgason og Agnar Freyr Gunnarsson formaður handsala samninginn.
Mynd: Hvíti Riddarinn
Hvíti Riddarinn hefur ráðið til sín Snorra Helgason sem þjálfara meistaraflokks karla.

Snorri tekur við Hvíta Riddaranum af Andra Steini Birgissyni sem stýrði liðinu í 4. deild á síðasta tímabili.

Andri tók fyrr í vikunni við sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val.

Snorri hefur mikla reynslu sem þjálfari yngri flokka. Snorri er fyrrum leikmaður Hvíta Riddarans og Aftureldingar og er því öllum hnútum kunnugur hjá félaginu.

„Snorri er drengur góður og með ákveðnar hugmyndir um hvernig eigi að spila fótbolta sem samsvarast hugmyndum Hvíta Riddarans einstaklega vel," segir í fréttatilkynningu frá Hvíta Riddaranum.

„Hvíti Riddarinn vill bjóða hann velkominn til starfa og vonum við að lukkan verði með okkur í liði í komandi verkefnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner