Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. nóvember 2017 12:15
Elvar Geir Magnússon
Þróttur með göngufótbolta fyrir eldri borgara
Eimskipsvöllurinn í Laugardal.
Eimskipsvöllurinn í Laugardal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Föstudaginn 1. desember kl 11:00 verður kynning á Eimskipsvellinum á „Göngufótbolta“ sem er fótbolti ætlaður eldri iðkendum og er hugsaður til að hvetja eldri borgara og aðra til þess að stunda heilbrigða hreyfingu í góðum félagsskap.

Ef næg þátttaka verður í framhaldinu mun Þróttur í samstarfi við Reykjavíkurborg, skipuleggja reglulegar æfingar í vetur í þessari íþrótt sem hefur notið töluverðra vinsælda í Englandi og á Norðurlöndunum.

Viltu taka þátt eða kynna þér málið betur? Vinsamlegast hafið samband við Ótthar á netfanginu [email protected].



Athugasemdir
banner
banner
banner