Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. nóvember 2017 20:19
Elvar Geir Magnússon
Vísir fjallar um fyrirhugaða uppbyggingu KR
Úr frétt Vísis.
Úr frétt Vísis.
Mynd: Skjáskot - Vísir
Umbylting er í kortunum á félagssvæði KR en fréttamaðurinn Tryggvi Páll Tryggvason fjallar um málið á Vísi í dag.

Tillögurnar miða að því að snúa fótboltavellinum, byggja knatthús, íbúðir og húsnæði fyrir verslun og þjónustu á íþróttasvæði KR.

Í síðustu viku samþykkti Borgarráð viljayfirlýsingu milli KR og borgarinnar um mögulega uppbyggingu á svæðinu.

„Aðalhvatinn er sá að bæta íþróttalega og félagslega aðstöðu. Til þess að gera það fórum við þessa leið að gera tillögu að því að snúa vellinum og nýta Kaplaskjól og Flyðrugranda undir þjónustulega starfsemi og eitthvert form að minni íbúðum til að laða að yngra fólk," segir Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, í samtali við Vísi.

Jónas segir að fyrirmyndin sé sótt til Norðurlanda þar sem tíðkist að tengja saman íþróttasvæði og þjónustu við byggð. Hann segir að vinna við deiliskipulag og kynningu í hverfinu muni standa fram á vor. Aðspurður um hvenær megi búast við að framkvæmdir hefjist segir Jónas að of snemmt sé að segja til um það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner