Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 17. desember 2014 23:13
Ívan Guðjón Baldursson
Bættu met í FA bikarnum - 32 vítaspyrnur teknar
Mynd: Getty Images
Worchester 1 - 1 Scunthorpe (13-14 í vítaspyrnukeppni)
0-1 P. Madden ('45)
1-1 S. Geddes ('69)

Worcester fékk Scunthorpe í heimsókn í annarri umferð enska FA bikarsins.

Liðin gerðu jafntefli sín á milli og gerðu svo aftur jafntefli þegar endurspila átti leikinn þannig að gripið var til framlengingar.

Eftir jafntefli í framlengingu var farið í vítaspyrnukeppni til að útkljá þessa spennandi viðureign.

Það voru ekki margir sem bjuggust við því að í vítaspyrnukeppninni yrði slegið met, en teknar voru 32 vítaspyrnur þar sem aðeins fimm leikmenn brenndu af.

Scunthorpe hafði betur og skoraði 14 mörk í vítaspyrnukeppninni á meðan heimamenn í Worcester skoruðu ekki nema 13. Scunthorpe er því komið í þriðju umferð FA bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner