Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. desember 2014 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eiður Smári vill spila með Heskey
Mynd: Getty Images
Bolton Wanderers er í rosalegum vandræðum sóknarlega þar sem bestu framherjar liðsins eru meiddir og aðeins hinn 19 ára Conor Wilkinson eftir.

Lausnin gæti falist í hinum 36 ára gamla Emile Heskey sem hefur verið að æfa með Bolton síðustu vikur. Sóknarpar Bolton gæti því verið samansett af tveimur 36 ára gömlum kempum eftir komu Eiðs Smára til félagsins.

,,Við erum líka um 100 ára gamlir samanlagt," grínaðist Eiður þegar minnst var á að tvímenningarnir eiga 140 samanlagða landsleiki að baki.

,,Heskey er gríðarlega sterkur líkamlega og ef hann er hungraður í að spila þá vil ég hafa hann með okkur í liði."

Heskey hefur skorað 110 mörk í 586 úrvalsdeildarleikjum með fimm mismunandi liðum.
Athugasemdir
banner
banner