Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. desember 2014 09:47
Elvar Geir Magnússon
Moyes viss um að fá Alfreð til að blómstra
Alfreð í leiknum gegn Bilbao.
Alfreð í leiknum gegn Bilbao.
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri Real Sociedad, er viss um að geta fengið Alfreð Finnbogason til að sýna sínar bestu hliðar.

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur enn ekki náð að stimpla sig inn hjá spænska liðinu og er markareikningurinn óopnaður.

Moyes tók nýlega við Sociedad sem er í 14. sæti sem stendur og vonast til að klífa upp töfluna.

Moyes var ánægður með vinnuframlag Alfreðs í 1-1 jafntefli gegn Athletic Bilbao um liðna helgi.

„Hann hjálpaði liðinu mikið. Ég tók eftir kraftinum í honum og ég er viss um að hann skili okkur mörkum í framtíðinni. En fyrir mig er mikilvægast að sjá hann skila vinnu sem hagnast liðinu," segir Moyes.
Athugasemdir
banner
banner
banner