Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 17. desember 2014 13:33
Elvar Geir Magnússon
Rodgers ætti að selja Balotelli og kaupa varnarmann
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Robbie Savage telur að Liverpool eigi að standa með Brendan Rodgers, hann eigi skilið að stýra liðinu áfram.

Savage er hinsvegar á þeirri skoðun að félagið eigi að selja Mario Balotelli í janúarglugganum, reyna að fá sem mest fyrir leikmanninn og kaupa sér varnarmann.

„Markaskorun hans fyrir AC Milan og þar sem hann hefur verið hefur verið fín svo það var skiljanleg ákvörðun að veðja á hann fyrir 16 milljónir punda. En ég tel að hann hafi engu skilað," segir Savage.

„Ég hef mikla trú á Rodgers, hann getur bætt lið eins og hann hefur sýnt og sannað. Hann hefur þó verið óheppinn hvað varðar sum leikmannakaup og hvernig menn hafa staðið sig."
Athugasemdir
banner
banner
banner