mið 17. desember 2014 17:45
Elvar Geir Magnússon
Saga landsliðs karla komin út á bók
Mynd: KSÍ
Út er komin bókin Saga landsliðs karla, eftir Sigmund Ó. Steinarsson, glæsileg bók sem hefur að geyma sögu landsliðs Íslands í máli og myndum. Í bókinni, sem telur rúmar 600 blaðsíður, er sagt frá Evrópukeppni landsliða og heimsmeistarakeppninni. Bókin er til sölu í verslunum Eymundsson-Pennans.

Fyrstu eintökin af bókinni voru afhent þremur gömlum landsliðshetjum, þeim Ólafi Hannessyni, Hauki Bjarnasyni og Gunnari Gunnarssyni, og blaðamanninum Atla Steinarssyni (sjá hér að neðan) í útgáfuhófi í höfuðstöðvum KSÍ á fimmtudag. Þessir fjórir herramenn fengu við sama tækifæri afhent gullmerki KSÍ.

Ólafur Hannesson, KR
Ólafur lék sinn fyrsta landsleik gegn Finnum á Melavellinum. Þriðji landsleikur Íslands og fyrsti sigurleikurinn 1948, 2:0. Ríkharður skoraði bæði mörkin. Lék í sigurleiknum gegn Svíum 1951, 4:3, 1951 og stoðsendingar í þremur af fjórum mörkum Ríkharðs.

Haukur Bjarnason, Fram
Nýliði í sigurleiknum gegn Svíum 1951, 4:3.

Gunnar Gunnarsson, Val
Nýliði í leik gegn Austurríki 1953, 3:4. Lék í sigurleiknum gegn Noregi, 1:0, 1954 og leiknum fræga gegn Svíum í Kalmar sama ár, 2:3.

Atli Steinarsson, blaðamaður
Kunnur frjálsíþróttamaður úr ÍR á árum áður. Gerðist blaðamaður á Morgunblaðinu er hann útskrifaðist úr VÍ 1950. Yfirmaður íþrótta 1952 og einn af stofnendum Samtaka íþróttafréttamanna. Skrifaði um leikinn fræga gegn Dönum á Idrætsparken 1959, þegar fyrstu símamyndirnar myndirnar voru sendar til Íslands og birtust á forsíðu Morgunblaðsins. Átti sæti í stjórn ÍSÍ, var fréttamaður á RÚV og blaðamaður á Dagblaðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner