Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 17. desember 2014 09:00
Elvar Geir Magnússon
Stjóri Bournemouth: Óþarfi að óttast Liverpool
Eddie Howe, stjóri Bournemouth.
Eddie Howe, stjóri Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe hefur gert kraftaverk sem stjóri Bournemouth en liðið situr sem stendur í toppsæti Championship-deildarinnar.

Í kvöld mætir liðið Liverpool á heimavelli sínum í enska deildabikarnum. Howe var spurður að því hvort Bournemouth þyrfti að óttast Liverpool?

„Við virðum Liverpool en þurfum ekki að óttast liðið. Eitt af okkar einkennismerkjum er að fara á jákvæðan hátt í alla leiki og sækja til sigurs. Ég held að þessi leikur verði engin undantekning á því," segir Howe.

Howe reiknar með því að sínir menn eigi enn erfiðara verkefni fyrir höndum í ljósi þess að Liverpool tapaði illa fyrir Manchester United um síðustu helgi og féll úr leik í Meistaradeildinni.

Leikir kvöldsins í deildabikarnum:
19:45 Bournemouth - Liverpool
19:45 Tottenham - Newcastle
Athugasemdir
banner
banner