Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 18. janúar 2016 13:22
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Man Utd öskruðu á hvorn annan í hálfleik
Mamadou Sakho.
Mamadou Sakho.
Mynd: Getty Images
Það var mikill hiti í búningsklefa Manchester United í hálfleiknum gegn Liverpool í gær. Mamadou Sakho, varnarmaður Liverpool, segir að það hafi heyrt vel að menn rifust heiftarlega í klefanum.

Staðan var þá markalaus en United endaði á því að fagna 1-0 sigri, þökk sé marki Wayne Rooney á 78. mínútu. Annars var leikurinn mjög gæðalítill.

Sakho segir að United hafi verið heppið að fá öll stigin þrjú.

„Leikmenn United vita að þeir voru heppnir. Við gátum heyrt það vel að þeir öskruðu hver á annan í hálfleiknum," segir Sakho.

Manchester United er í fimmta sæti með 37 stig en Liverpool í því níunda með 31 stig.
Athugasemdir