Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 18. janúar 2018 18:17
Elvar Geir Magnússon
Adebayor segist hata Arsenal vegna Wenger
Adebayor og Wenger þegar allt lék í lyndi.
Adebayor og Wenger þegar allt lék í lyndi.
Mynd: Getty Images
Emmanuel Adebayor segist hata Arsenal og að ástæðan sé Arsene Wenger. Adebayor segir að Wenger hafi ekki komið hreint fram við sig.

Adebayor leikur níu með Istanbul Basaksehir, toppliði tyrknesku deildarinnar, en umdeilt var þegar hann fór frá Arsenal til Manchester City 2009.

Hann segist elska Jose Mourinho eftir að hafa leikið undir hans stjórn hjá Real Madrid.

„Mourinho er einn af stjórunum sem ég elska og mun alltaf elska. Hann er einn hreinskilnasti stjóri sem ég hef kynnst. Flestir stjórar eru mjög gervilegir," segir Adebayor.

„Sem dæmi átti ég fund með Arsene Wenger á skrifstofunni hans þar sem hann sagði mér að ég þyrfti að fara því hann sæi mig ekki eiga framtíð hjá Arsenal. Ég sagðist vilja vera áfram og berjast fyrir sæti mínu en hann sagði að ég fengi það ekki. Ef ég yrði áfram myndi ég ekkert spila."

„Ég átti ekki annan kost en að fara til Man City og það var ánægjulegt að fara þangað. Svo daginn eftir segir Wenger á fréttamannafundi að ég hafi viljað fara því ég fái svo mikla peninga. Frá þessum degi hef ég hatað Arsenal."

Þó Adebayor segist hata félagið þá á það ekki við um stuðningsmennina.

„Ég hata ekki stuðningsmennina því þeir eru þeir fyrstu sem sungu nafn mitt í London. Þegar ég horfi á leiki hjá Arsenal vil ég að þeir vinni en á sama tíma er hluti af mér sem vonar að þeir tapi, reiðin er svo mikil," segir Adebayor.

Ógleymanlegt er þegar Adebayor lék með City gegn Arsenal 2009 og fékk skot frá stuðningsmönnum Arsenal. Hann fagnaði marki sínu með því að hlaupa yfir allan völlinn, að stuðningsmönnum Arsenal, og renndi sér á hnjánum.

„Hvað flaug í gegnum hausinn á mér þá? Fangi er laus. Fangi er frjáls. Ég spilaði fyrir félagið í þrjú og hálft ár. Ég var keyptur fyrir 3-4 milljónir en seldur á 27 milljónir en áfram var haldið að kalla nafn mitt. Eru þeir enn að segja að ég hafi farið fyrir peninga? Það má ráðast á mig, ekkert mál. En að segja að pabbi minn vinni við að þrífa fíla? Ég tek því ekki."
Athugasemdir
banner
banner