Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. janúar 2018 12:00
Elvar Geir Magnússon
Aubameyang í leikmannahópi Dortmund á morgun
Aubameyang er með 13 mörk í 15 leikjum í þýsku deildinni.
Aubameyang er með 13 mörk í 15 leikjum í þýsku deildinni.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang er í leikmannahópi Borussia Dortmund sem mætir Hertha Berlín annað kvöld.

Stuðningsmenn Arsenal virðast því þurfa að bíða eitthvað lengur eftir fréttum af félagaskiptum hans en talað er um að enska félagið ætli að kaupa hann á 60 milljónir punda núna í janúarglugganum.

Arsenal vill fá hann í staðinn fyrir Alexis Sanchez sem er á leið til Manchester United.

Daily Mirror segir að umboðsmaður Aubameyang sé í London til að ganga frá skiptunum og leikmaðurinn sé búinn að ná samkomulagi um kaup og kjör.

„Hann er leikmaður Dortmund. Hann æfir með okkur og er í plönunum fyrir komandi leik," segir Peter Stöger, þjálfari Dortmund.

Aubameyang lék ekki síðasta leik þar sem hann tók út agabann eftir að hafa misst af liðsfundi í síðustu viku. Dortmund gerði þá markalaust jafntefli gegn Wolfsburg en þetta var þriðja agabann leikmannsins á rétt rúmu ári.

Sjá einnig:
Wenger tjáði sig um Aubameyang, Evans og Malcom
Athugasemdir
banner
banner
banner