fim 18. janúar 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Conte ósáttur við myndbandsdómgæsluna í gær
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, var ekki hrifinn af myndbandsdómgæslu sem var notuð í leik liðsins gegn Norwich í enska bikarnum í gærkvöldi.

Chelsea fór áfram eftir vítaspyrnukeppni en í leiknum fengu Pedro, Alvaro Morata og Willian allir gult spjald fyrir leikaraskap inni í vítateig.

Ekki er ljóst hvort að Graham Scott, dómari leiksins, athugaði stöðuna hjá myndbandsdómara áður en hann tók ákvarðanirnar en Conte var brjálaður að fá ekki vítaspyrnu þegar brotið var á Willian.

„Ef við ætlum að nota þetta nýja kerfi þá verður það að batna," sagði Conte eftir leik.

„Þetta var augljóst dæmi í dag (í gær) með Willian. Ég tel að þetta sé mjög skýrt dæmi og þetta er klár vítaspyrna að mínu mati."

„Dómarinn var fljótur að taka ákvörðun um að spjalda Willian. Það þýðir að þú ert ekki í vafa....ef þú vilt nota þetta nýja kerfi þá verður þú að bíða og spyrja þann sem er að horfa á leikinn í sjónvarpi og ef hann er líka 100% viss þá er í lagi að spjalda hann."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner