Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. janúar 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Dortmund ekkert heyrt frá Arsenal - Kvarta yfir ummælum Wenger
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Borrussia Dortmund hefur gagnrýnt Arsene Wenger, stjóra Arsenal, eftir ummæli sem hann lét falla um framherjann Pierre-Emerick Aubameyang á fréttamannafundi í dag.

Wenger útilokaði þar ekki að Aubameyang muni ganga í raðir Arsenal í þessum mánuði.

„Ég tel að það sé vanvirðing að tala svona um aðra leikmenn. Það hefur ekkert samband verið við Arsenal," sagði Michael Zorc yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund.

„Við teljum að herra Wenger hafi nóg að gera við að hugsa um frammistöðu sinna leikmanna."

Aubameyang var í agabanni þegar Dortmund mætti Wolfsburg um síðustu helgi en hann verður á ný í leikmannahópnum gegn Hertha Berlín annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner