fim 18. janúar 2018 06:00
Gunnar Logi Gylfason
Frakkland: Stórsigur PSG - Neymar með fernu
Cavani jafnaði markamet og Neymar skoraði fernu
Cavani jafnaði markamet og Neymar skoraði fernu
Mynd: Getty Images
Sjö leikir fóru fram í gærkvöld í frönsku úrvalsdeildinni. Það ber helst að nefna stórsigur PSG á Dijon.

PSG lék á als oddi gegn Dijon og voru 4-0 yfir í hálfleik þar sem Angel Di Maria skoraði tvö mörk auk þess að Edison Cavani og Neymar skoruðu eitt mark hvor.

Þetta var 156. mark Cavani fyrir PSG sem jafnaði þar með markamet Zlatan Ibrahimovic

Liðsmenn bættu PSG gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik og bættu við öðrum fjórum mörkum. Í seinni hálfleik var Neymar aðalmaðurinn þar sem hann skoraði þrjú í viðbót og var því með fernu. Auk þess skoraði Mpabbe eitt mark.

Eftir leikinn er PSG með 11 stiga forskot og langbesta markahlutfallið í frönsku úrvalsdeildinni og allt lítur út fyrir að Parísarfélagið endurheimti Frakklandsmeistaratitilinn úr höndum Mónakó sem sigraði deildina í fyrra.

Amiens 1 - 1 Montpellier
0-1 Ellyes Skhiri ('33)
1-1 Moussa Konate ('72)

Angers 3 - 1 Troyes
1-0 Romain Thomas ('33)
1-1 Saif-Eddine Khaoui ('52)
2-1 Romain Thomas ('59)
3-1 Pierrick Capelle ('81)

Guingamp 0 - 2 Lyon
0-1 Nabil Fekir ('26)
0-2 Houssem Aouar ('58)

Lille 1 - 2 Rennes
1-0 Junior Alonso ('41)
1-1 James Edward Lea Siliki ('85)
1-2 Benjamin Andre ('89)

Metz 3 - 0 Saint-Etienne
1-0 Emmanuel Riviere (víti) ('13)
2-0 Mathieu Dossevi ('16)
3-0 Nolan Roux ('78)
Rautt spjald:
Hernani ('85)

Toulouse 1 - 1 Nantes
0-1 Rene Krhin ('19)
1-1 Max-Alain Grade (víti) ('90)

Paris Saint Germain 8 - 0 Dijon
1-0 Angel Di Maria ('4)
2-0 Angel Di Maria ('15)
3-0 Edison Cavani ('21)
4-0 Neymar ('42)
5-0 Neymar ('57)
6-0 Neymar ('73)
7-0 Kylian Mbappe ('77)
8-0 Neymar ('83)
Athugasemdir
banner
banner
banner