Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. janúar 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Kostas Stafylidis til Stoke (Staðfest)
Mættur í hörkuna hjá Stoke.
Mættur í hörkuna hjá Stoke.
Mynd: Getty Images
Stoke hefur fengið vinstri bakvörðinn Kostas Stafylidis á láni út tímabilið.

Stafylidis kemur á láni frá þýska félaginu Augsburg en þar hefur hann spilað með Alfreð Finnbogasyni.

Stafylidis er 24 ára gamall en hann er grískur landsliðsmaður.

Tímabilið 2014/2015 spilaði hann með Fulham á láni í ensku Championship deildinni en hann þekkir því til enska boltans.

Stafylidis gæti spilað sinn fyrsta leik með Stoke á laugardag þegar Huddersfield kemur í heimsókn. Það verður fyrsti leikur Stoke undir stjórn Paul Lambert en hann á að reyna að rífa liðið frá fallsvæðinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner