Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 18. janúar 2018 16:18
Elvar Geir Magnússon
Man Utd tilbúið að berjast við City um Seri
Seri á innan við átján mánuði eftir af samningi sínum við Nice.
Seri á innan við átján mánuði eftir af samningi sínum við Nice.
Mynd: Getty Images
Manchester United er tilbúið að berjast við granna sína í Manchester City um Jean Michael Seri, leikmann Nice.

Þessi 26 ára miðjumaður frá Fílabeinsströndinni var nálægt því að ganga í raðir Barcelona síðasta sumar en spænska stórliðið dró tilboð sitt til baka á síðustu stundu.

Franskir fjölmiðlar segja að Seri hafi verið niðurbrotinn og það hafi bitnað á frammistöðu hans í frönsku deildinni á þessu tímabili eftir að hafa verið valinn besti afríski leikmaðurinn í Frakklandi.

Pep Guardiola er að leita að framtíðarmanni til að leysa Fernandinho af á miðri miðjunni og þá er líklegt að Yaya Toure yfirgefi Etihad leikvanginn í sumar.

City hefur verið í sambandi við talsmenn Seri og er reiknað með því að Nice vilji fá um 35 milljónir punda fyrir leikmanninn. Það er sama upphæð og Barcelona bauð í fyrra.

Njósnarar frá United horfðu á Seri í 2-2 jafntefli gegn Mónakó í síðustu viku en hann lagði upp seinna mark Mario Balotelli í leiknum.

Chelsea, Everton og Paris Saint-Germain hafa einnig verið orðuð við leikmanninn á síðustu vikum.

Manchester City hefur einnig áhuga á Julian Weigl, 22 ára miðjumanni Dortmund, en þýska félagið vill ekki selja leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner