Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. janúar 2018 14:13
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Rúrik Gíslason til Sandhausen (Staðfest)
Rúrik verður þrítugur í febrúar en hann á 43 landsleiki fyrir Ísland.
Rúrik verður þrítugur í febrúar en hann á 43 landsleiki fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason hefur fært sig um set í þýsku B-deildinni, hann hefur yfirgefið Nurnberg og er kominn til Sandhausen sem situr í 5. sæti.

„Þetta er ekki sögu­fræg­asta fé­lag í Þýskalandi en það er á sínu sjötta tíma­bili í þess­ari deild, virðist vera að bæta sig og er aðeins tveim­ur sæt­um á eft­ir Nürn­berg í deild­inni," segir Rúrik í samtali við mbl.is.

Rúrik er laus allra mála hjá Nurnberg en hann var úti í kuldanum hjá félaginu og fékk lítið að spila.

„Ég var meira að segja kom­inn út úr hópn­um og upp í stúku í ein­hverj­um leikj­anna. Mér fannst þetta ósann­gjarnt."

Hann samdi við Sandhausen út tímabilið og gæti spilað sinn fyrsta leik með félaginu á þriðjudag en þá hefst keppni í B-deildinni eftir vetrarhlé.

„Ég finn á þjálf­ar­an­um sem sótti fast að fá mig til fé­lags­ins að hann ætl­ar mér hlut­verk í liðinu. Ég er mjög spennt­ur fyr­ir því að spila áfram í Þýskalandi. Þessi deild er mjög sterk og skemmti­leg, öðru­vísi á marg­an hátt en danska úr­vals­deild­in þar sem ég spilaði áður."

Rúrik er í baráttu um að vera í landsliðshópnum sem fer til Rússlands í sumar en hann komst ekki í hópinn sem fór á EM 2016.

„Það vilja all­ir vera með á HM og ég er eng­in und­an­tekn­ing. Það er því mik­il­vægt fyr­ir mig að spila sem mest, standa mig vel og kom­ast í góða leikæf­ingu. Ég er viss um að þessi skipti skemma ekki fyr­ir mín­um mögu­leik­um á að kom­ast í HM-hóp­inn," segir Rúrik Gísla­son við mbl.is.
Athugasemdir
banner
banner