Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 18. janúar 2018 19:04
Elvar Geir Magnússon
Sanchez var látinn æfa með unglingaliðinu
Sanchez á æfingasvæði Arsenal.
Sanchez á æfingasvæði Arsenal.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez fékk ekki að æfa með aðalliði Arsenal í dag og var látinn æfa með unglingaliði félagsins.

Sílemaðurinn virðist vera á leið til Manchester United í samkomulagi sem felur í sér að Henrikh Mkhitaryan fari öfuga leið.

Sanchez gaf „þumalinn upp" til ljósmyndara þegar hann yfirgaf æfingasvæði Arsenal í dag.

Sagt er að Sanchez verði með 350 þúsund pund í föst vikulaun á Old Trafford.

Arsene Wenger staðfesti í dag að útlit væri fyrir að Sanchez færi til Manchester United.

Arsenal vill fá Pierre-Emerick Aubameyang frá Borussia Dortmund en hann mun ekki spila með Dortmund á morgun gegn Hertha Berlín.

Athugasemdir
banner
banner
banner