Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. janúar 2018 10:00
Gunnar Logi Gylfason
Verður dýrasti afríski leikmaðurinn
Bakambu er á leiðinni til Kína
Bakambu er á leiðinni til Kína
Mynd: Getty Images
Cedric Bakambu, leikmaður Villareal, verður dýrasti afríski leikmaðurinn frá upphafi á næstu dögum ef félagaskipti hans til Beijing Guoan ganga í gegn.

Beijing Guoan borgar Villareal 35.3 milljónir punda fyrir framherjann en þarf í heildina að borga um það bil 65 milljónir punda.

Það er vegna nýrra reglna í kínversku deildinni, þar sem félög þurfa að borga félagaskiptaskatt ef kaupverðið fer yfir 5 milljónir punda.

Vegna þessa mun hinn 26 ára gamli Bakambu, sem hefur leikið með Sochaux og Bursaspor á ferlinum, vera dýrari en núverandi og verðandi leikmenn Liverpool; Mo Salah, Saido Mané og Naby Keita.

Ekki nóg með að verða dýrasti Afríski leikmaður allra tíma þá verður hann einnig dýrasti leikmaðurinn í kínversku deildinni.

Sá sem er nú dýrasti leikmaðurinn í kínversku deildinni er Oscar sem Shanghai SIPG keypti af Chelsea fyrir 60 milljónir punda fyrir ári síðan.

Bakambu hefur gengist undir læknisskoðun hjá kínverska liðinu og má vænta tíðinda í bráð.
Athugasemdir
banner
banner
banner