Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. janúar 2018 09:08
Magnús Már Einarsson
Wenger staðfestir skiptin á Mkhitaryan og Sanchez
Mkhitaryan er á leið til Arsenal.
Mkhitaryan er á leið til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að líklegt sé að félagið sendi Alexis Sanchez til Manchester United í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan.

Félagaskiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga en þær hafa strandað á viðræðum Mkhitaryan við Arsenal.

„Launin verða ekki vandamál," sagði Wenger á fréttamannafundi í dag en hann er spenntur fyrir Mkhitaryan.

„Já auðvitað. Ég kann vel við leikmanninn. Við höfum spilað oft gegn honum. Hann hefur gæði og kann að spila fóbolta eins og við spilum. Þess vegna elskar hann líka þetta félag."

Ef ekkert gerist í málunum fyrir helgi þá ætlar Wenger að láta Sanchez spila gegn Crystal Palace á laugardaginn.

„Ef ekkert gerist þá spilar hann á laugardaginn. Það er hins vegar líklegt að þetta gerist," sagði Wenger.

„Það eru engin vandamál með hugarfar Sanchez. Hann var á fullu á æfingu í gær. Hann er 29 ára gamall og næsti samningur er mjög mikilvægur fyrir hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner