Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. janúar 2018 09:17
Magnús Már Einarsson
Wenger tjáði sig um Aubameyang, Evans og Malcom
Pierre Emerick Aubameyang.
Pierre Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, stendur í ströngu í þessum janúar glugga. Wenger hefur staðfest að Henrikh Mkhitaryan sé á leið til Arsenal í skiptum fyrir Alexis Sanchez.

Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Dortmund, hefur verið orðaður við Arsenal undanfarna daga og Wenger var spurður út í hann á fréttamannafundi í dag.

„Ég hef ekkert við þetta að bæta. Það er betra þegar svona mál eru leyndarmál. Þú tilkynnir þetta þegar skiptin eru klár," sagði Wenger.

Wenger vildi heldur ekki tjá sig um sögusagnir þess efnis að hann sé að reyna að fá Jonny Evans varnarmann WBA. „Ég hef ekkert við það að bæta," sagði Wenger.

Malcom, kantmaður Bordeaux, hefur verið orðaður við Arsenal en Wenger reiknar ekki með að krækja í hann í þessum mánuði.

„Nei, við erum ekki nálægt því að krækja i hann," sagði Wenger aðspurður út í Malcom.

Wenger staðfesti einnig að viðræður séu í gangi við miðjumanninn Jack Wilsere um nýjan samning en hann verður samningslaus í sumar. Þá sagði Wenger að Mesut Özil fari ekki fet núna í janúar en hann verður líka samningslaus í sumar.
Athugasemdir
banner
banner