Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   lau 18. febrúar 2017 17:06
Elvar Geir Magnússon
Egilshöll
Lengjubikarinn: Endurkoma ÍBV gegn Fjölni
Hafsteinn Briem skoraði fyrir ÍBV í dag.
Hafsteinn Briem skoraði fyrir ÍBV í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 2 - 3 ÍBV
1-0 Birnir Snær Ingason (´6)
2-0 Bojan Stefán Ljubicic ('15)
2-1 Arnór Gauti Ragnarsson ('27)
2-2 Hafsteinn Briem ('55)
2-3 Breki Ómarsson ('73)

ÍBV vann Fjölni í Lengjubikarnum í dag eftir að hafa lent 2-0 undir. Leikurinn fór fram í Egilshöllinni.

Binni bolti, Birnir Snær Ingason, kom Fjölni yfir eftir frábært samspil milli hans og Ísaks Atla Kristjánssonar. Bojan Stefán Ljubicic, sem kom í Fjölni í vetur, kom Grafarvogsliðinu í 2-0 og margir bjuggust við að Eyjamenn myndu fá skell.

En Arnór Gauti Ragnarsson, sem kom til Eyjamanna frá Selfossi nýlega, kom ÍBV á bragðið þegar hann skoraði eftir að hafa sloppið í gegn.

Í seinni hálfleik fékk Hafsteinn Briem boltann í teignum og smurði hann smekklega. Staðan skyndilega orðin 2-2.

Varamaðurinn Breki Ómarsson kom ÍBV svo yfir en þessi strákur er fæddur 1998 lék með KFS í 3. deildinni í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner