Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   lau 18. febrúar 2017 13:51
Arnar Geir Halldórsson
Lengjubikarinn: Markalaust hjá Blikum og Stjörnunni
Hreint lak
Hreint lak
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 0-0 Stjarnan
Rautt spjald: Aron Kári Aðalsteinsson, Breiðablik (´12)

Breiðablik og Stjarnan mættust í Fífunni í dag í 1.umferð 4.riðils í A-deild Lengjubikarsins og er skemmst frá því að segja að ekki hafi verið mikið um dýrðir.

Blikar spiluðu stærstan hluta leiksins manni færri þar sem Aron Kári Aðalsteinsson, strákur fæddur 1999, fékk beint rautt spjald strax á tólftu mínútu.

Tíu Blikar voru afar máttlausir fram á við en þeir grænklæddu áttu aðeins þrjár marktilraunir í öllum leiknum. Stjörnumenn áttu fimmtán marktilraunir, fimm skot á markið en tókst ekki koma boltanum framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni í marki Blika.
Athugasemdir
banner
banner
banner