Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 18. febrúar 2018 07:30
Gunnar Logi Gylfason
Bróðir og vinir Gabriel Jesus sendir heim
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus var keyptur frá Palmeiras til Man City á 27 milljónir punda í janúar 2017. Jesus hefur staðið sig vel þrátt fyrir að vera tiltölulega óheppinn með meiðsli.

Ástæða þess að hann hefur átt svona auðvelt með að aðlagast lífinu í Englandi er sú að hópur af fjölskyldu og vinum kappans hefur verið hjá honum.

Bróðir hans, Felipe, og vinir hans, Higor Braga og Fabio Lucio, hafa búið með Jesus í miðbæ Manchester.

Þeir félagar fóru heim til Brasilíu en landvistarleyfi þeirra í Bretlandi hafði runnið út þegar þeir ætluðu að koma til baka en Manchester City er að hjálpa þeim að útvega sér nýtt.

Þetta mun líklega ekki hafa of mikil áhrif á Jesus en hann hefur verið meiddur en er byrjaður að æfa á ný með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner