Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. febrúar 2018 18:41
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Hörður spilaði allan leikinn gegn Leeds
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Bristol City er liðið heimsótti Leeds United í Championship deildinni í dag.

Gestirnir byrjuðu vel og komust í tveggja marka forystu á fyrsta stundarfjórðungi leiksins.

Gestirnir virtust nokkuð öruggir með forystuna en heimamenn voru ekki búnir að gefast upp og minnkaði Pierre Lasogga muninn á 72. mínútu, nokkru áður en Kemar Roofe jafnaði og tryggði Leeds stig.

Hörður og félagar eru í umspilssæti, átta stigum frá öðru sæti sem gefur beinan þátttökurétt í úrvalsdeildina. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff sitja þar.

Norwich gerði þá jafntefli við Ipswich og sitja liðin við hlið Leeds um miðja deild, með 45 stig eftir 32 umferðir.

Leeds 2 - 2 Bristol City
0-1 Famara Diedhiou ('11)
0-2 Bobby Reid ('16)
1-2 Pierre Lasogga ('72)
2-2 Kemar Roofe ('80)

Norwich 1 - 1 Ipswich
0-1 Luke Chambers ('89)
1-1 Timm Klose ('95)
Athugasemdir
banner
banner
banner