Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. febrúar 2018 14:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Hannes fylgdi „versta leiknum" eftir með að halda hreinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson átti „sinn versta leik á ferlinum" um síðustu helgi þegar Randers tapaði 5-1 fyrir FCK frá Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni.

Hannes ætlaði sér að eiga betri leik í dag og honum tókst að gera það, enda þurfti kannski ekki mikið til.

Hann hélt hreinu þegar Randers gerði markalaust jafntefli við Hobro á heimavelli sínum í dag.

Randers er á botni deildarinnar með 15 stig en Hobro hefur 28 stig í sjöunda sæti. Bæði lið hafa leikið 21 leik.

Fyrr í dag unnu Kjartan Henry Finnbogason og félagar í Horsens þægilegan útisigur á Helsingor.

Kjartan Henry spilaði allan leikinn fyrir Horsens og fékk gult spjald á fimmtu mínútu leiksins.

Horsens hefur verið að gera góða hluti og er með 30 stig.

FC Helsingor 0 - 2 Horsens
0-1 Oliver Drost ('54)
0-2 Peter Nymann ('83)

Randers 0 - 0 Hobro
Athugasemdir
banner
banner
banner