Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. febrúar 2018 19:46
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Hjörtur fékk rautt gegn Álaborg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álaborg 1 - 1 Bröndby
0-1 Benedikt Rocker ('50)
1-1 Jores okore ('62)
Rautt spjald: Hjörtur Hermannsson, Bröndby ('30)

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Bröndby sem heimsótti Álaborg í danska boltanum í dag.

Hjörtur fékk gult spjald eftir 19 mínútur og var rekinn af velli með annað gult skömmu síðar. Hann gerðist þá brotlegur innan vítateigs, en Kasper Kusk brenndi af spyrnunni.

Benedikt Rocker kom tíu leikmönnum Bröndby yfir snemma í síðari hálfleik en Jores Okore jafnaði fyrir Álaborg.

Hvorugu liði tókst að bæta við marki í nokkuð jöfnum leik og er Bröndby nú þremur stigum á eftir Midtjylland í titilbaráttunni. Álaborg er um miðja deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner