Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. febrúar 2018 05:55
Gunnar Logi Gylfason
England í dag - Tottenham spilar í bikarnum
Hörður Björgvin mætir Leeds
Mynd: Getty Images
Tottenham Hotspur fer í heimsókn til Rochdale í dag þar sem þeir leika gegn heimamönnum í 5. umferð enska bikarsins.

Tottenham er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta ári og sitja í 5.sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Rochdale gengur ekki eins vel í deildinni sinni. Liðið leikur í þriðju efstu deild Englands, League 1, þar sem það situr á botni deildarinnar, ellefu stigum frá öruggu sæti.

Tveir leikir verða spilaðir í Championship deildinni, þeirri næst efstu, í dag.

Í fyrri leik dagsins í Championship deildinni fær Norwich City Ipswich Town í heimsókn. Liðin sitja í 12. og 13. sæti deildarinnar með jafn mörg stig. Ipswich er með betri markatölu.

Leeds United, sem situr í 11.sæti deildarinnar með 44 stig, tekur á móti Bristol City sem Hörður Björgvin Magnússon leikur með.

Bristol City er í mikilli baráttu um umspilssæti til að komast upp í úrvalsdeildina.

Leikir dagsins:

Enski bikarinn:
16:00 Rochdale - Tottenham

Championship:
12:00 Norwich City - Ipswich Town
16:30 Leeds United - Bristol City

Sjá einnig:
16 ára gæti spilað gegn Tottenham - Lærir í rútunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner