Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. febrúar 2018 18:01
Ívan Guðjón Baldursson
England: Tottenham þarf að spila aftur við Rochdale
Mynd: Getty Images
Rochdale 2 - 2 Tottenham
1-0 Ian Henderson ('45)
1-1 Lucas ('59)
1-2 Harry Kane ('88, víti)
2-2 Steven Davies ('93)

Tottenham ætlar að fara sem lengsta leið í enska bikarnum eftir 2-2 jafntefli við C-deildarlið Rochdale.

Tottenham þurfti að spila tvo leiki við D-deildarlið Newport County í síðustu umferð og þarf nú að endurtaka leikinn gegn Rochdale.

Tottenham tefldi fram varaliðinu sínu, skipað mönnum á borð við Toby Alderweireld, Danny Rose, Lucas og Son Heung-min.

Heimamenn komust yfir rétt fyrir leikhlé þegar Ian Henderson fullkomnaði frábæra skyndisókn með því að skora af stuttu færi.

Lucas, sem er nýkominn til Tottenham, jafnaði snemma í síðari hálfleik eftir að hafa sloppið innfyrir varnarlínu heimamanna.

Harry Kane kom inná þegar stundarfjórðungur var eftir og kom hann sínum mönnum yfir með marki úr vítaspyrnu undir lokin.

Heimamenn voru þó ekki búnir að gefast upp og náðu að jafna undir lok uppbótartímans, þegar fyrirgjöf frá vinstri kanti barst til Steven Davies sem skoraði af stuttu færi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner