Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 18. febrúar 2018 06:00
Gunnar Logi Gylfason
Frakkland: PSG skoraði 5 - Caen misnotaði tvö víti
Cavani skoraði tvö mörk í gærkvöldi
Cavani skoraði tvö mörk í gærkvöldi
Mynd: Getty Images
Sex leikir voru spilaðir í frönsku úrvalsdeildinni í gær. Lítið var skorað í flestum leikjum dagsins en leikur PSG og Strasbourg er þó undantekning.

Heimamenn í Parísarliðinu skoruðu fimm mörk gegn tveimur mörkum gestanna, sem komust þó yfir eftir sex mínútur.
Mörk frá Draxler, Neymar og Angel Di Maria sáu til þess að heimamenn fóru inn í hálfleikinn með yfirhöndina.

Gestirnir reyndust þó erfiðir og minnkuðu þeir muninn á 67. mínútu.
Þá tók Cavani málin í sínar hendur og skoraði tvö síðust mörk heimamanna í 5-2 sigri. PSG er langefst í deildinni með 68 stig.

Amiens og Toulouse gerðu markalaust jafntefli þar sem Guessouma Fofana, í liði Amiens fékk rautt spjald.

Saint-Etienne fór í heimsókn til Angers, sem er í næst neðsta sæti, og vann góðan 0-1 sigur með marki frá Robert Beric.

Caen og Rennes gerðu þá 2-2 jafntefli í hinum markaleik dagsins.
Enzo Crivelli kom Caen í 1-0 eftir sex mínútna leik. Diafra Sakho, sem kom frá West Ham í janúar, var þó búinn að jafna eftir þrjár mínútur og koma Rennes yfir kortéri seinna.

Stuttu eftir seinna mark Sakho fékk Caen vítaspyrnu. Sylvio Ronny Rodelin tók spyrnuna en honum brást bogalistin.
Aftur fékk Caen vítaspyrnu á 82. mínútu. Stef Peeters steig á punktinn í þetta sinn en ekki gekk honum betur. Tveimur mínútum síðar jafnaði þó Damien Da Silva metin fyrir heimamenn og þar við sat.

Montpellier og Guingamp gerðu þá 1-1 jafntefli þar sem Yeni N'Gbakoto kom gestunum yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Giovanni Sio jafnaði leikinn fyrir heimamenn rúmum stundarfjórðungi fyrir lok venjulegs leiktíma.

Adama Niane skoraði eina mark leiksins þegar Troyes sigraði Metz á heimavelli.



PSG 5-2 Strasbourg
0-1 Jean Aholou (6')
1-1 Julian Draxler (11')
2-1 Neymar (21')
3-1 Angel Di Maria (22')
3-2 Stephane Bahoken (67')
4-2 Edison Cavani (73')
5-2 Edison Cavani (79')

Amiens 0 - 0 Toulouse
Rautt spjald:Guessouma Fofana, Amiens (76')

Angers 0-1 Saint-Etienne
0-1 Robert Beric (79')

Caen 2-2 Rennes
1-0 Enzo Crivelli (6')
1-1 Diafra Sakho (9')
1-2 Diafra Sakho (21')
1-2 Sylvio Ronny Rodelin, klúðraði víti (25')
1-2 Stef Peeters, klúðraði víti (82')
2-2 Damien Da Silva (84')

Montpellier 1-1 Guingamp
0-1 Yeni N'Gbakoto, víti (30')
1-1 Giovanni Sio (73')

Troyes 1-0 Metz
1-0 Adama Niane (88')




Athugasemdir
banner
banner
banner