Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 18. febrúar 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Heimir vill að íslenskir leikmenn séu atvinnumenn í júlí
Heimir á hliðarlínunni hjá FH í Evrópuleik síðastliðið sumar.
Heimir á hliðarlínunni hjá FH í Evrópuleik síðastliðið sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson er fyrsti gesturinn hjá Gunnlaugi Jónssyni í þættinum Návígi en síðari hluti þáttarins birtist á föstudaginn. Þar ræðir Heimir meðal annars um möguleika íslenskra liða að komast áfram í riðlakeppnina í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni í framtíðinni.

Heimir er með ákveðnar hugmyndir um það hvað íslensk félög þurfa að gera til að láta þennan draum rætast.

Smelltu hér til að hlusta á Heimi Guðjóns í Návígi - Hluti 2

„Ef þetta á að gerast þá á að taka júlí mánuð og búa til umhverfi þar sem allir leikmenn í leikmannahópnum eru bara atvinnumenn. Þeir eru ekki að vinna eða gera neitt annað," sagði Heimir í þættinum.

„Klúbburinn þarf þá að koma til móts við vinnuveitendur til að þetta sé mögulegt. Þá hefur þú aðgang að leikmönnum 24 klukkutíma á sólarhring til að það sé hægt að vera með æfingar, videofundi, nudd og sjúkraþjálfun."

„KSÍ þarf að koma til móts við félög með því að færa leiki. Það voru tekin skref í rétta átt þar síðastliðið sumar og ég held að Guðni (Bergsson) eigi eftir að gera meira í því."

„Síðan þarf að vera með leiguflug. Það er erfitt að leggja af stað fimm að morgni og vera komnir á áfangastað að kvöldi."


Heimir ræðir meira um möguleika íslenskra félaga í Evrópukeppni í þættinum Návígi. Þar segir hann meðal annars frá muninum á ferðalagi FH og Braga fyrir leiki liðanna í Evrópudeildinni í fyrrasumar.


Smelltu hér til að hlusta á Heimi Guðjóns í Návígi - Hluti 2

Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".

Athugasemdir
banner
banner
banner