Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. febrúar 2018 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Goal.com | 101 Great Goals 
Hversu lélegur er Coutinho ef hann fær ekki að spila gegn Eibar?
Sér Barcelona strax eftir kaupunum á Coutinho?
Sér Barcelona strax eftir kaupunum á Coutinho?
Mynd: Getty Images
Valverde þurfti að útskýra afhverju Coutinho var á bekknum í gær.
Valverde þurfti að útskýra afhverju Coutinho var á bekknum í gær.
Mynd: Getty Images
Spænskir fjölmiðlamenn skilja ekki afhverju brasilíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho fékk ekki að spila með Barcelona gegn Eibar í spænsku deildinni í gær en hann var keyptur á 160 milljónir evra frá Liverpool í janúar.

Luis Rojo pistlahöfundur Marca spyr sig í blaði dagsins afhverju félagið eltist svona mikið við Coutinho ef hann fær svo ekki að spila svona leik eins og gegn Eibar.

Coutinho spilaði með Liverpool í Meistaradeildinni og er því ekki gjaldgengur gegn Chelsea á þriðjudagskvöldið. Þrátt fyrir það valdi Ernesto Valverde stjóri liðsins að spila Andrés Iniesta en ekki Coutinho í gær. Rojo spyr sig einfaldlega í pistli sínum: „Hversu lélegur er miðjumaðurinnn ef hann fær ekki tækifæri á Ipurua?" og vísar í heimavöll Eibar.

Brasilíumaðurinn spilaði þó síðasta hálftímann í leiknum þegar hann kom inn fyrir Iniesta og einhverjir vilja meina að Marca sé of dramatískt í málinu. Þjálfarinn var svo spurður út í málið eftir leik.

„Mér fannst best fyrir liðið mitt að reyna að vinna," sagði Valverde við fjölmiðla eftir leik. „Í síðustu viku byrjaði Coutinho, og Iniesta ekki, svo í þessari viku byrjaði Iniesta."

„Það er rétt að við eigum annan leik á þriðjudaginn en fyrir mér var þessi leikur mikilvægastur. Ég veit að Coutinho má ekki spila á þriðjudaginn en við gerum eitthvað þá, sjáum til."

Athugasemdir
banner
banner