Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. febrúar 2018 18:26
Ívan Guðjón Baldursson
Ian Henderson: Hefur alltaf dreymt um að spila á Wembley
Mynd: Getty Images
Ian Henderson skoraði fyrsta mark leiksins er Rochdale náði sögulegu jafntefli gegn Tottenham í 16-liða úrslitum enska bikarsins.

Henderson kom sínum mönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks en gestirnir jöfnuðu og komust yfir í síðari hálfleik, áður en Steven Davies jafnaði í uppbótartíma.

Því þarf að spila leikinn aftur og verður hann á heimavelli Tottenham í þetta skiptið, Wembley leikvanginum fræga.

„Þetta skiptir miklu máli fyrir stuðningsmenn. Það er ótrúlegt fyrir lið af okkar stærðargráðu að gera jafntefli við lið í úrvalsdeildinni," sagði Henderson við BBC One að leikslokum.

„Við getum ekki beðið eftir að fara á Wembley. Mig hefur alltaf dreymt um að spila á Wembley og núna mun ég loksins geta sagst hafa spilað þar!"
Athugasemdir
banner
banner