Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. febrúar 2018 13:41
Hafliði Breiðfjörð
Ítalía: Higuain fór meiddur af velli er Juventus tók toppsætið
Higuain entist bara í korter í dag.
Higuain entist bara í korter í dag.
Mynd: Getty Images
Torino 0 - 1 Juventus
0-1 Alex Sandro ('33 )

Juventus er komið í toppsætið í ítölsku deildinni í bili að minnsta kosti eftir að liðið vann 0-1 útisigur á Torino í fyrsta leik dagsins þar í landi í dag.

Með sigrinum komst Juventus tveimur stigum fyrir ofan Napoli sem á leik gegn Spal klukkan 14:00 í dag og getur þá endurheimt toppsætið.

Það sem allir tala um á Ítalíu eftir leikinn er þó ekki toppsætið sem Juventus tók í bili heldur meiðsli Gonzalo Higuain sem þurfti að haldra af velli þegar rétt um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Ekkki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru en hann meiddist á ökkla.

Alex Sandro skoraði eina markið í fyrri hálfleiknum en heimamenn í Torinu höfðu ekki fengið á sig mark í síðustu fjórum heimaleikjum.

Wojciech Szczesny var í markinu hjá Juventus í dag en fjórar breytingar voru gerðar á liðinu frá 2-2 jafnteflinu við Tottenham í Meistaradeildinni í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner