Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. febrúar 2018 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna: Valur lagði Íslandsmeistaranna
Ásdís Karen hér í leik með KR gegn Þór/KA á síðustu leiktíð. Ásdís Karen fer vel af stað með Val.
Ásdís Karen hér í leik með KR gegn Þór/KA á síðustu leiktíð. Ásdís Karen fer vel af stað með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 0 - 1 Valur
0-1 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('61)

Íslandsmeistsarar Þórs/KA þurtu að sætta sig við tap gegn Val í Lengjubikarnum í dag. Leikið var í Boganum fyrir norðan.

Nokkra sterka pósta vantaði í bæði lið, svona eins og gengur og gerist þegar um undirbúningstímabil er að ræða.

Liðin létu sér það nægja að skora bara eitt mark en það voru gestirnir úr höfuðborginni sem gerðu það. Ásdís Karen Halldórsdóttir, fyrrum leikmaður KR, skoraði markið þegar um klukkutími var liðinn af leiknum. Ásdís Karen hefur verið að fara vel af stað með Val eftir að hafa komið frá KR á dögunum.

Þetta var fyrsti leikur Íslandsmeistara Þórs/KA í Lengjubikarnum en annar leikur Vals sem er með fullt hús stiga. Valur byrjaði á 4-0 sigri á FH þar sem Ásdís Karen skoraði tvö mörk.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner