Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. febrúar 2018 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: FH á sigurbraut - HK kom til baka gegn Fylki
Steven Lennon var með tvö í sigri FH.
Steven Lennon var með tvö í sigri FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tókst að knýja fram sigur gegn Selfossi í leik sem var að klárast fyrir stuttu í Lengjubikar karla. Fyrsti leikur FH í mótinu hafði tapast gegn Fylki en stórliðið úr Hafnarfirði ætlaði ekki að tapa öðrum leiknum í röð.

Geoffrey Castillion byrjaði leikinn hjá FH en hann þurfti að fara af velli eftir um 20 mínútur. Stuttu eftir það skoraði Steven Lennon fyrsta mkar leiksins úr vítaspyrnu.

Halldór Orri Björnsson bætti við öðru marki fyrir hlé og staðan var 2-0 fyrir Hafnfirðinga í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiksins gerði Steven Lennon sitt annað mark áður en Selfoss tókst að minnka muninn.

Lokatölurnar urðu 3-1 en á sama tíma gerðu Fylkir og HK 2-2 jafntefli í sama riðli, A-riðlinum. HK kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir.

Fylkir og Grindavík eru bæði með fjögur stig og FH kemur næst með þrjú stig. Þetta var fyrsti leikurinn hjá Selfossi.

FH 3 - 1 Selfoss
Mörk FH: Steven Lennon 2, Halldór Orri Björnsson

Fylkir 2 - 2 HK
Mörk Fylkis: Hákon Ingi Jónsson 2
Mörk HK: Guðmundur Þór Júlíusson 2

Sjá einnig:
Lengjubikarinn: Ekkert skorað hjá Grindavík og Þór
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner