Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. febrúar 2018 12:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Mætir Tottenham í dag en má ekki fara í sturtu með liðsfélögunum
Látinn læra heima á leið í leik gegn Tottenham?
Keith Hill.
Keith Hill.
Mynd: Getty Images
Áhorfendur þustu inn á völlinn eftir sigurinn á Millwall í síðustu umferð.
Áhorfendur þustu inn á völlinn eftir sigurinn á Millwall í síðustu umferð.
Mynd: Getty Images
„Þegar við ferðuðumst í leikinn gegn Millwall í síðustu umferð var hann að klára heimanámið í liðsrútunni," segir Keith Hill stjóri Rochdale en liðið er að fara að mæta Tottenham í fimmtu umferð enska bikarsins klukkan fjögur í dag.

Þarna er hann að tala um hinn 16 ára gamla Daniel Adshead sem hefur verið að springa út upp á síðkastið. Hann er fæddur árið 2001 og varð yngsti leikmaður liðsins frá upphafi þegar hann spilaði gegn Bury 19. september þá 16 ára og 17 daga gamall.

Hann þykir svo góður að Arsenal og Chelsea hafa verið orðuð við hann upp á síðkastið en aldurinn er þó enn að flækjast fyrir honum.

Þannig gilda um hann barnareglur sem þýða að hann má ekki fara í sturtu eða skipta um föt fyrir og eftir leik innan um liðsfélaga sína. Hann fær því sér klefa eða fær að fara fyrst í sturtu meðan hinir bíða.

Þó vel færi í dag er líka ljóst að hann er ekki að fara að fagna mikið með liðinu því hann á að mæta í skólann í fyrramálið.

„Þú þarft ekki að vera eldflaugnasérfræðingur til að sjá að hann á mikla framtíð fyrir sér," sagði Hill sem er sami stjóri og gaf John Stones fyrsta tækifærið með Barnsley árið 2012.

„Fólk virðist gleyma að hann er bara 16 ára, hann er að gera ótrúlega hluti miðað við að hann er enn í skóla. Hann kom inn í leikinn gegn Millwall í bikarnum, spilaði 64 mínútur gegn Doncaster í þriðju umferð og verður líklega varamaður gegn Tottenham í dag."

„Þegar hann er með aðalliðinu missir hann stundum nokkra daga úr skóla en þegar við ferðuðumst til Millwall var hann að vinna heimanámið í rútunni. Það eru margir hákarlar í fótboltanum og ég kem fram við Dan eins og hann væri eitt af börnunum mínum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner