Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 18. febrúar 2018 14:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho um VAR: Losa sig við það slæma og gera þetta fullkomið
Mynd: Getty Images
VAR, myndbandsdómgæsla, vakti enn og aftur athygli í gær þegar Manchester United heimsótti Huddersfield í enska bikarnum.

United tókst að vinna leikinn í gær með tveimur mörkum frá sóknarmanninum Romelu Lukaku en lokatölurnar hefðu getað verið þægilegri fyrir gestina frá Manchester-borg.

Það voru nefnilega tvö mörk dæmd af liðinu undir lok fyrri hálfleiksins, það fyrra eftir að dómarinn hafði ráðfært sig við myndbandsdómarann. Juan Mata skoraði markið en mikil umræða myndaðist á samfélagsmiðlinum Twitter eftir markið þar sem Mata virtist vera réttstæður í aðdraganda þess.

Eftir leikinn sagði Jose Mourinho, stjóri Manchester United, þetta er hann var aðspurður út í VAR: „Það er verið að prófa þetta. Þeir þurfa að losa sig við það slæma og gera þetta fullkomið."

Juan Mata sem skoraði markið er stuðningsmaður VAR.

„Ég gerði það sem ég þurfti að gera sem var að skora og fagna. Svo sá ég dómarann tala við einhvern," sagði Mata. „Þú lítur asnalega út þegar markið er svo dæmt af."

„Ég styð VAR og tel það gott fyrir fótboltann, sérstaklega þegar þarf að taka mikilvægar ákvarðanir."

„Sem betur fer þurftum við ekki markið."

David Wagner, stjóri Huddersfield, tjáði sig líka um myndbandsdómgæsluna.

„Já, ákvörðunin var okkur í hag en þessi myndbandsdómgæsla drepur að mínu mati tilfinninguna í leiknum. Þess vegna líkar mér hún ekki en ég er ekki að taka ákvörðun um þetta."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner