Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. febrúar 2018 14:30
Hafliði Breiðfjörð
Myndband: Sverrir Ingi skoraði í Íslendingaslag
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason skoraði fyrsta mark leiksins þegar FC Rostov vann 2-1 sigur á Álasundi í æfingaleik á Marbella á Spáni í gær.

Sverrir var mættur á fjærstöngina eftir langa sendingu frá vinstri kanti og afgreiddi boltann í netið af stuttu færi.

Björn Bergmann Sigurðarson byrjaði leikinn einnig hjá Rostov en Ragnar Sigurðsson sat á varamannabekknum.

Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum en mark Sverris kom á 34. mínútu.

Daníel Leó Grétarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson byrjuðu leikinn hjá Álasundi en Adam Örn Arnarson var á varamannabekknum.



Athugasemdir
banner
banner
banner