Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 18. febrúar 2018 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: FA bikarinn er töfrandi keppni
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino var kátur eftir 2-2 jafntefli Tottenham gegn Rochdale í 16-liða úrslitum enska bikarsins.

Heimamenn jöfnuðu í uppbótartíma og fá núna tækifæri til að leggja Spurs að velli á Wembley.

„FA bikarinn er töfrandi keppni, það getur allt gerst. Núna munum við endurspila leikinn á Wembley eins og síðast," sagði Pochettino við BBC að leikslokum.

„Ég sat rólegur á bekknum eftir markið hans Harry því ég veit hvað gerist þegar maður heldur að leikurinn sé búinn; andstæðingarnir fá færi. Þeir fengu tvö dauðafæri á lokamínútunum og skoruðu úr öðru þeirra.

„Ég er ekki hissa eftir jafnteflið. Það er sérstök stemning í þessari keppni, smærri liðin trúa því að þau geti sigrað, því þau geta það.

„Við áttum í miklum erfiðleikum gegn Newport. Newport náði jafntefli gegn okkur í bikarnum og tapaði næsta leik í deildinni 5-0."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner