Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. febrúar 2018 17:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sviss: Rúnar hjálpaði sínum mönnum að skella Basel
Rúnar Már spilaði í sigri á Basel.
Rúnar Már spilaði í sigri á Basel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson var í eldlínunni þegar St. Gallen gerði sér lítið fyrir og skellti Basel í svissnesku úrvalsdeildinni í gær. Rúnar Már byrjaði og spilaði allan leikinn á miðju St. Gallen.

Rúnar Már er í láni hjá St. Gallen frá Grasshopper. Hann hefur verið að spila síðustu leiki St. Gallen.

Hann spilaði í gærkvöldi er Cedric Itten gerði bæði mörk St. Gallen í mögnuðum útisigri á Basel.

St. Gallen gerði stöðu Basel verri með sigrinum, en Basel er nú átta stigum á eftir toppliði Young Boys þegar 22 leikir eru búnir. Rúnar Már og félagar eru einu stigi frá Evrópusæti.

Í Evrópusæti er Zürich sem gerði 1-1 jafntefli við Luzern í dag. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn hjá Züricj sem er í þriðja sæti með tveimur stigum meira en St. Gallen.

Zürich 1 - 1 Luzern
0-1 Christian Schneuwly ('28)
1-1 Raphael Dwamena ('60)

Basel 0 - 2 St. Gallen
0-1 Cedric Itten ('52)
0-2 Cedric Itten ('86)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner