Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. febrúar 2018 18:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Glódís skoraði eitt af 16 mörkum Rosengard
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason var ónotaður varamaður þegar Malmö fékk Dalkurd í heimsókn í sænska bikarnum í dag.

Malmö er ríkjandi sænskur meistari en Arnór kom til liðsins frá Rapid Vín í Austurríki í desember. Arnór var hjá AEK Aþenu á láni áður en hann gekk í raðir Malmö en þar fékk hann fá tækifæri.

Hann fékk ekki tækifæri í dag er Malmö lagði Dalkurd 1-0. Eina markið gerði Markus Rosenberg úr vítaspyrnu undir lokin.

Leikið er í riðlum í keppn­inni en þetta var fyrsti leikur Malmö. Eitt lið úr hverjum riðli fer áfram í 8-liða úrslitin.

Hammarby lék líka sinn fyrsta leik í keppninni er liðið vann 3-1 sigur á Vasalund. Hammarby missti Birkir Má Sævarsson í Val en Arnór Smárason er enn á mála hjá félaginu. Arnór lék ekki í dag.

Í bikarkeppni kvenna skoraði Glódís Perla Viggósdóttir eitt af mörkum Rosengard í 16-0 sigri á Qviding!

Það er einnig leikið í riðlum hjá konunum og er Rosengard með sex stig að tveimur leikjum loknum, með markatöluna 19-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner