Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 18. febrúar 2018 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Uwe Rösler rekinn frá liði Grétars Rafns á Englandi
Uwe Rösler þarf að leita sér að nýju starfi eftir slæmt gengi Fleetwood.
Uwe Rösler þarf að leita sér að nýju starfi eftir slæmt gengi Fleetwood.
Mynd: Getty Images
Fleetwood Town er búið að reka þýska þjálfarann Uwe Rösler frá félaginu en liðið hefur tapað sjö leikjum í röð í öllum keppnum.

Grétar Rafn Steinsson fyrrverandi landsliðsmaður Íslands er yfirmaður fótboltamanna hjá enska félaginu og því má búast við að það sé í nægu að snúast hjá honum þessa dagana.

Liðið tapaði 3-0 gegn Doncaster Rovers í gær og er eftir það í 20. sæti 1. deildarinnar og heldur sér frá fallsæti á markamuninum einum.

Rösler sem er 49 ára gamall tók við liðinu í júlí 2016 en hann hafði níu mánuðum áður verið rekinn frá Leeds United. Liðið mætir Portsmouth á þriðjudaginn og til bráðabirgða munu Barry Nicholson og David Lucas úr þjálfarateyminu stýra liðinu þar til nýr þjálfari finnst.

Á fyrsta tímabili með liðinu kom Rösler liðinu í umspil um sæti í Championship deildinni en á þessu tímabili hafa þeir tapað helming leikja sinna, 16 af 32. Síðasti sigurinn kom gegn Southend United 13. janúar.
Athugasemdir
banner
banner