Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 18. febrúar 2018 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Daily Mail 
Xavi: Ósanngjarnt að segja að Ronaldo hafi verið betri en Neymar
Xavi tjáði sig um leik Real Madrid og PSG.
Xavi tjáði sig um leik Real Madrid og PSG.
Mynd: Getty Images
Xavi fyrrverandi leikmaður Barcelona segir að Neymar hafi verið betri en Cristiano Ronaldo þegar Real Madrid vann 3-1 sigur á Paris Saint Germain í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Ronaldo skoraði tvö mörk í þessum fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum en franska liðið hafði náð forystunni áður en Real sneri dæminu sér í vil. Fyrir vikið fékk Ronaldo mikla athygli í fjölmiðlum, eitthvað sem Xavi skilur ekki.

„Þeir sögðu að Cristiano hafi verið betri en Neymar," sagði Xavi sem í dag spilar með Al Sadd í Katar.

„Nei, nei, það er ósanngjarnt. Hvað gerði Ronaldo í leiknum? Skoraði úr víti og með hnénu. Hvað með alla hættuna sem Neymar skapaði? Skyndisóknirnar sem hann byrjaði og óttann sem vofði yfir Madrídingum?"

„Manni finnst það nánast ósanngjarnt að PSG hafi tapað svona stórt því þetta var leikur sem átti að enda 1-1, 2-2 eða 2-1 fyrir PSG."
Athugasemdir
banner
banner
banner