lau 18. mars 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bale snýr aftur eftir tveggja leikja bann
Bale snýr aftur í lið Real Madrid.
Bale snýr aftur í lið Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Toppliðið á Spáni, Real Madrid, endurheimtir Gareth Bale fyrir leik sinn gegn Athletic Bilbao í dag. Bale er að snúa aftur eftir að hafa setið af sér tveggja leikja bann.

Bale fékk rautt spjald gegn Las Palmas í byrjun mars þegar hann sparkaði í Jonathan Viera og hrinti honum síðan. Bale var líka sektaður um 70 þúsund krónur fyrir athæfið.

Hann er þó kominn aftur og er í 20 manna hópi Madrídinga sem ferðaðist til Baskalands í gær.

Þeir mæta Athletic Bilbao, sem er í sjöunda sæti í dag, en með sigri getur Real aukið forskot sitt. Þeir stefna á að vinna spænsku úrvalsdeildina í fyrsta sinn frá 2012.

„Ég veit ekki hvort sigur í dag sé nóg til að vinna spænsku úrvalsdeildina þar sem það eru margir leikir eftir, en að fá þrjú stig yrð mjög mikilvægt fyrir okkur," sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, fyrir leikinn gegn Bilbao.
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 20 12 4 4 39 18 +21 40
2 FK Krasnodar 20 11 6 3 30 17 +13 39
3 Dinamo 20 10 8 2 33 23 +10 38
4 CSKA 20 8 8 4 34 25 +9 32
5 Lokomotiv 20 8 8 4 32 27 +5 32
6 Spartak 20 9 4 7 27 26 +1 31
7 Kr. Sovetov 20 8 5 7 36 31 +5 29
8 Rubin 20 8 5 7 18 23 -5 29
9 Nizhnyi Novgorod 20 8 4 8 17 17 0 28
10 Rostov 20 7 6 7 28 30 -2 27
11 Fakel 20 6 7 7 18 20 -2 25
12 Akhmat Groznyi 20 5 5 10 19 25 -6 20
13 Orenburg 20 4 7 9 21 29 -8 19
14 Ural 20 5 4 11 19 33 -14 19
15 Baltica 20 3 5 12 12 25 -13 14
16 Sochi 20 3 4 13 19 33 -14 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner